Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 12. desember 2018 07:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla. Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15
Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00