Viðskipti erlent

Hætta að nota krókódíla- og slönguskinn í vörum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu.
Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu. Getty/Christian Vierig

Franski tískurisinn Chanel hefur tilkynnt að það muni hætta að nota framandi dýraskinn við framleiðslu á vörum sínum. Erlendir fjölmiðlar segja að Chanel verði með þessu fyrsta tískuhúsið, sem selur lúxusvörur, sem hætti að nota eðlu-, krókódíla- og slönguskinn í vörulínum sínum.

Bruno Pavlovsky, yfirmaður hjá Chanel, segir að ákvörðunin hafi verið tekin þar sem æ erfiðara sé að tryggja sér slíkt hágæðaskinn með siðlegum hætti.

Tískuhúsið hefur lengi selt handtöskur, kápur og skó þar sem notast hefur verið við skinn af eðlum, krókódílum og stingskötu. Hafa slíkar handtöskur selst fyrir allt að níu þúsund evrur, um 1,3 milljónir króna.

Handtöskur úr kyrkisslönguskinni voru fjarlægðar af sölusíðum Chanel í dag.

Hinn reynslumikli hönnuður Chanel, Karl Lagerfeld, segir í samtali við Women's Wear Daily að Frakkar hafi sjálfir kosið að hætta notkun slíkra flíkja og fylgihluta. Þessar breytingar hafi því legið í loftinu.

Dýraverndunarsamtök hafa fagnað ákvörðun fyrirtækisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.