Pissa í skóinn Hörður Ægisson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun