Kjaragæsin og kaupmáttareggin Ísak Einar Rúnarsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ísak Rúnarsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir langa löngu í þorpi nokkru bjuggu verslunarmaður og verkakona með börnum sínum. Fjölskyldan hafði það nokkuð gott og vanhagaði um fátt. Þau áttu undurfagra kjaragæs sem verpti eggi á hverjum degi. Það var ekki venjulegt egg, heldur gullegg! Verslunarmanninum og verkakonunni hafði áskotnast gæsin eitt kvöldið. Það kvöld hafði hann ekki átt neitt í matinn og fór á stúfana. Eftir stutta leit sá hann útundan sér gæs og reyndist það auðveldur eftirleikur að ná henni. Verslunarmaðurinn og verkakonan hugsuðu sér gott til glóðarinnar enda veislumatur í huga fjölskyldunnar, en í þann mund sem þau ætlaðu að snúa gæsina úr hálsliðnum skrækti hún upp: „Ekki drepa mig, miskunnsama fólk, ég mun hjálpa ykkur.“ Undrandi stundu þau upp: „Hvernig getur þú hjálpað okkur?“ Gæsin svaraði því til að á hverjum degi myndi hún verpa gulleggi sem myndi falla í þeirra hlut. „En af hverju ætti ég að trúa þér? Þú gætir verið að ljúga,“ spurði verslunarmaðurinn en gæsin, snögg til svars, sagði honum að ef hún verpti ekki gullnu eggi daginn eftir gætu þau drepið hana. Verslunarmaðurinn og verkakonan féllust á þetta, þyrmdu gæsinni og viti menn, gæsin verpti gulleggi daginn eftir og alla daga þar eftir. Kaupmáttur fjölskyldunnar jókst hratt og leið ekki á löngu áður en þau urðu vel stæð. En eftir nokkur ár af gósentíð fór þeim að leiðast þófið. „Hvers vegna að sætta okkur við eitt egg á hverjum degi og bíða þess á milli eftir því næsta? Ef við ristum gæsina á hol þá hljótum við að ná öllum gullnu eggjunum út í einu!“ Verslunarmaðurinn og verkakonan biðu ekki boðanna. Strax um kvöldið sótti þau gæsina og skáru hana upp. En engin fundu þau gulleggin í kvið gæsarinnar. Í angist sinni kallaði verslunarmaðurinn upp yfir sig: „Hér eru engin egg og nú hef ég drepið gæsina sem sá fyrir mér og fjölskyldunni! Hvað hef ég gert?“ Og víkur þá að samtímanum. Frá 2014 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjutíunda aukist um meira en fimmtung og í dag eru allar líkur á að óvenju hraðri uppsveiflu sé að mestu lokið. Hvað ætli verkalýðsforystan geri við kjaragæsina og kaupmáttareggin á komandi kjaravetri?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar