Átak í kvikmyndagerð Ágúst Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður íþróttirnar til að upphefja listirnar. Þvert á móti er einkar ánægjulegt að geta státað af afreksfólki á ólíkum sviðum. Hér finnst mér hins vegar komið ærið tilefni til að stórefla kvikmyndasjóð í því augnamiði að gera Ísland að raunverulegum þátttakanda í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Fyrirmynd okkar gæti verið Danmörk, sem hefur margoft lagt umtalsverða fjármuni í átak í kvikmynda- og sjónvarpsmyndagerð. Tvennt stendur þar upp úr: í fyrra skiptið var útkoman Dogma, í seinna skiptið leiddi það til sjónvarpsþátta sem nú ganga undir enska heitinu „Scandinavian noir“. Almennt er stuðningur mikill við danska kvikmyndagerð, sem mótast meðal annars af sterkum vilja til að dönsk börn alist upp við myndefni þar sem talað er móðurmálið. Í okkar litla landi þar sem enskan sækir stöðugt á er ekki síður þörf á kvikmyndum á móðurmálinu. Nú ætla ég ekki að detta í þann pytt að fara að níða niður enskuna til að upphefja íslenskuna. Framgangur heimstungunnar er tímanna tákn, börn okkar munu tileinka sér enskuna, hvað sem tautar og raular. Það má þó ekki gerast á kostnað íslenskunnar. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stórefla innlenda framleiðslu á gæðaefni fyrir alla aldurshópa. Það er gert með meðvituðum hætti annars staðar á Norðurlöndum, og það eigum við líka að gera hér. Íslenskir framleiðendur hafa sótt mikið fé í fjölþjóðlega sjóði. Það geta þeir ekki gert nema fyrst komi til innlendur stuðningur. Framlag frá Kvikmyndamiðstöð er forsenda þess að hægt sé að efna til samstarfs við önnur lönd um íslenskar bíómyndir. Nú bíða allmörg verkefni þess að fá að hefja þetta ferli fjármögnunar. Sjóðurinn er einfaldlega ekki nógu öflugur til að hleypa öllum þeim verkefnum af stað sem hlotið hafa gæðastimpil stofnunarinnar. Höfum við efni á að láta þau tækifæri að engu verða? Næst á eftir Eyjafjallajökli eru kvikmyndir besta kynning á landi og þjóð sem völ er á. Þjónusta við erlendar kvikmyndir hefur reynst heilmikil búbót, m.a. fyrir ríkiskassann. Á öllum sviðum kvikmyndagerðar eru Íslendingar að skapa sér nafn úti í heimi, klipparar, tökumenn, tónskáld, leikstjórar og leikarar, svo eitthvað sé nefnt. Opinbert fé sem fer í kvikmyndagerð er ekki ölmusa heldur skynsamleg fjárfesting sem borgar sig. Stundum fara landar okkar offari í ákefð sinni og athafnagleði. Hér er engin hætta á slíku slysi. Hér er allt til reiðu fyrir stórátak í íslenskri kvikmyndagerð. Látum á það reyna!
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun