Heilsan ávallt dýrmætari en peningar Marta Eiríksdóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:05 Fjarfestingaraðilar hafa eytt yfir tuttugu milljörðum í framkvæmdir vegna kísilversins sem þeir vilja opna aftur í Helguvík haustið 2020. Þótt þeir væru búnir að eyða yfir hundrað milljörðum í þessa uppbyggingu og endurreisn kísilversins þá gildir það einu. Íbúar Reykjanesbæjar hafa upplifað áhrifin af starfsemi sem þessari og vilja ekki opnun versins aftur. Ég endurtek: ÍBÚAR VILJA EKKI AÐ KÍSILVERIÐ OPNI AFTUR. Hvers vegna er ósköp einfalt. Þegar kísilverið var starfandi þá urðu allmargir íbúar mjög veikir af mengunarloftinu sem kísilverið spúði yfir bæinn. Þeir sem bjuggu innan eiturgufu radíusins urðu margir að yfirgefa heimili sín. Börn, eldri borgarar og fólk með viðkvæm lungu varð verulega veikt. Sá lúxus sem fólkið var vant að fara ofan í heita pottinn sinn í garðinum sínum gat það ekki lengur vegna vonda loftsins utandyra. Allt þetta og miklu meira er þess valdandi að langflestir íbúar Reykjanesbæjar vilja ekki aftur opnun kísilversins.Staðsetning kísilvers röngÞað er búið að eyða milljörðum í þetta kísilver og á eftir að eyða fleiri milljörðum í annað kísilver innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, í Helguvík. Fyrir það fyrsta er staðsetning þessara kísilvera röng, hún er alltof nálægt íbúabyggð. Það sér hver heilvita maður. Auðvitað er það leitt að fjárfestingaraðilar hafi eytt milljörðum í þessa framkvæmd tengda kísilverinu og ætli sér að eyða mun fleiri milljörðum í það í nánustu framtíð en eitt verða þeir að skilja; Fólkið í bænum vill ekki fá þetta kísilver. Það ógnar heilsu íbúanna að opna þetta aftur. Fólkið hefur áhyggjur af heilsu sinni og heilsa fólksins er dýrmætari en allir þessir milljarðar sem búið er að eyða í þetta margumrædda kísilver. Já það verður bara að segjast eins og er, að þessir bjartsýnu fjárfestingaraðilar verða bara að finna þessari fjárfestingu sinni annan stað í veröldinni, því aldrei munu þeir munu fá frið með starfsemina í Helguvík. Og það hlýtur að skipta þá miklu máli að búa til fyrirtæki sem ekki er í óþökk íbúanna á svæðinu, þeirra sem eiga að starfa þarna og halda heilsu í leiðinni.Flytjið kísilverið burt!Staðsetning kísilversins í Helguvík voru mistök frá upphafi til enda. Það vita allir. Staðreyndin blasir við fjárfestingaraðilum og þeim getur ekki liðið vel með þá ákvörðun sína að opna þetta aftur eða byggja annað kísilver í helgri vík Keflvíkinga, í Helguvík þar sem svona starfsemi er alltof nálægt fólkinu sjálfu, svo ekki sé minnst á heilt hestaþorp Mána. Þar er einnig mikið í húfi þó að hestunum yrði aldrei beitt á grasið aftur sem vex í skugga eiturspúandi verksmiðju þá munu þeir líða fyrir vonda loftið sem verður aldrei hægt að hreinsa alveg. Fjárfestingaraðilar vilja fá sitt. Fólkið vill fá sitt. Hvernig væri að leyfa öllum að fá sitt fram? Eina lausnin sem ég sé í þessu máli er einföld. Það verður að taka þessa verksmiðju í sundur, leysa hana upp í öreindir, taka allt saman og flytja fyrirbærið út fyrir bæjarmörkin. Ef menn vilja halda því til streitu að byggja upp kísilverið þá væri best að flytja það burt hið snarasta og áður en menn eyða meiri pening í að útbúa það fyrir mannabyggð. Fólkið í bæjarfélaginu mun aldrei taka þessa starfsemi í sátt hvort eð er. Eins og staðan er núna þá þarf ekki að bjóða upp á fleiri atvinnutækifæri á Suðurnesjum. Næg er atvinnan í kringum ferðamannaiðnaðinn í Leifsstöð og öllum ferðatengdum fyrirtækjum starfandi í bæjarfélaginu. Sú starfsemi mengar einnig nóg loft íbúanna vegna allra flugvélanna sem fljúga yfir bæinn. Það er annað mál.Ekki eyða meiru fé í Helguvík!Menn verða að gera sér grein fyrir þessu áður en þeir eyða meiru fé í framkvæmdirnar á þessum stað suður með sjó og frekari uppbyggingu í Helguvík; Að fólkið sem býr þarna er ekki sátt og það hlýtur að skipta máli fyrir fjárfesta að hafa fólkið í bænum með sér. Það verður ekki keypt með auglýsingum, hvorki í blöðunum eða aftan á fótboltaboli eða með veggskilti inni á körfuboltavelli, þegar íbúarnir hafa vonda reynslu af svona mengandi starfsemi. Það verður aldrei hægt að fegra ímynd kísilversins. Menn verða að finna þessari verksmiðju annan stað og helst í eyðibyggð einhvers staðar þar sem hún hvorki skaðar menn eða dýr. Nógu langt frá til þess að rokið geti hjálpað til við að hreinsa loftið í kringum starfsemina. Einhvers staðar á eyðilegan stað þar sem minnsta ónæði yrði af starfseminni.Fólk meira virði en peningarFramtíð og heilsa fólksins er mun dýrmætara en einhverjar trilljónir peningar fjárfesta. Heilsa verður ekki keypt þegar hún er töpuð. Það mun spara ríkinu milljarða í framtíðinni við heilsugæslu fólksins að beina svona starfsemi burt frá mannabyggð. Að einhverjum skuli hafa dottið það í hug að reisa svona verksmiðju innan bæjarmarka er ótrúlegt fyrir það fyrsta. Svona verksmiðjur eiga hvorki heima þarna né hvergi nálægt mannabyggð eins og Helguvík.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fjarfestingaraðilar hafa eytt yfir tuttugu milljörðum í framkvæmdir vegna kísilversins sem þeir vilja opna aftur í Helguvík haustið 2020. Þótt þeir væru búnir að eyða yfir hundrað milljörðum í þessa uppbyggingu og endurreisn kísilversins þá gildir það einu. Íbúar Reykjanesbæjar hafa upplifað áhrifin af starfsemi sem þessari og vilja ekki opnun versins aftur. Ég endurtek: ÍBÚAR VILJA EKKI AÐ KÍSILVERIÐ OPNI AFTUR. Hvers vegna er ósköp einfalt. Þegar kísilverið var starfandi þá urðu allmargir íbúar mjög veikir af mengunarloftinu sem kísilverið spúði yfir bæinn. Þeir sem bjuggu innan eiturgufu radíusins urðu margir að yfirgefa heimili sín. Börn, eldri borgarar og fólk með viðkvæm lungu varð verulega veikt. Sá lúxus sem fólkið var vant að fara ofan í heita pottinn sinn í garðinum sínum gat það ekki lengur vegna vonda loftsins utandyra. Allt þetta og miklu meira er þess valdandi að langflestir íbúar Reykjanesbæjar vilja ekki aftur opnun kísilversins.Staðsetning kísilvers röngÞað er búið að eyða milljörðum í þetta kísilver og á eftir að eyða fleiri milljörðum í annað kísilver innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, í Helguvík. Fyrir það fyrsta er staðsetning þessara kísilvera röng, hún er alltof nálægt íbúabyggð. Það sér hver heilvita maður. Auðvitað er það leitt að fjárfestingaraðilar hafi eytt milljörðum í þessa framkvæmd tengda kísilverinu og ætli sér að eyða mun fleiri milljörðum í það í nánustu framtíð en eitt verða þeir að skilja; Fólkið í bænum vill ekki fá þetta kísilver. Það ógnar heilsu íbúanna að opna þetta aftur. Fólkið hefur áhyggjur af heilsu sinni og heilsa fólksins er dýrmætari en allir þessir milljarðar sem búið er að eyða í þetta margumrædda kísilver. Já það verður bara að segjast eins og er, að þessir bjartsýnu fjárfestingaraðilar verða bara að finna þessari fjárfestingu sinni annan stað í veröldinni, því aldrei munu þeir munu fá frið með starfsemina í Helguvík. Og það hlýtur að skipta þá miklu máli að búa til fyrirtæki sem ekki er í óþökk íbúanna á svæðinu, þeirra sem eiga að starfa þarna og halda heilsu í leiðinni.Flytjið kísilverið burt!Staðsetning kísilversins í Helguvík voru mistök frá upphafi til enda. Það vita allir. Staðreyndin blasir við fjárfestingaraðilum og þeim getur ekki liðið vel með þá ákvörðun sína að opna þetta aftur eða byggja annað kísilver í helgri vík Keflvíkinga, í Helguvík þar sem svona starfsemi er alltof nálægt fólkinu sjálfu, svo ekki sé minnst á heilt hestaþorp Mána. Þar er einnig mikið í húfi þó að hestunum yrði aldrei beitt á grasið aftur sem vex í skugga eiturspúandi verksmiðju þá munu þeir líða fyrir vonda loftið sem verður aldrei hægt að hreinsa alveg. Fjárfestingaraðilar vilja fá sitt. Fólkið vill fá sitt. Hvernig væri að leyfa öllum að fá sitt fram? Eina lausnin sem ég sé í þessu máli er einföld. Það verður að taka þessa verksmiðju í sundur, leysa hana upp í öreindir, taka allt saman og flytja fyrirbærið út fyrir bæjarmörkin. Ef menn vilja halda því til streitu að byggja upp kísilverið þá væri best að flytja það burt hið snarasta og áður en menn eyða meiri pening í að útbúa það fyrir mannabyggð. Fólkið í bæjarfélaginu mun aldrei taka þessa starfsemi í sátt hvort eð er. Eins og staðan er núna þá þarf ekki að bjóða upp á fleiri atvinnutækifæri á Suðurnesjum. Næg er atvinnan í kringum ferðamannaiðnaðinn í Leifsstöð og öllum ferðatengdum fyrirtækjum starfandi í bæjarfélaginu. Sú starfsemi mengar einnig nóg loft íbúanna vegna allra flugvélanna sem fljúga yfir bæinn. Það er annað mál.Ekki eyða meiru fé í Helguvík!Menn verða að gera sér grein fyrir þessu áður en þeir eyða meiru fé í framkvæmdirnar á þessum stað suður með sjó og frekari uppbyggingu í Helguvík; Að fólkið sem býr þarna er ekki sátt og það hlýtur að skipta máli fyrir fjárfesta að hafa fólkið í bænum með sér. Það verður ekki keypt með auglýsingum, hvorki í blöðunum eða aftan á fótboltaboli eða með veggskilti inni á körfuboltavelli, þegar íbúarnir hafa vonda reynslu af svona mengandi starfsemi. Það verður aldrei hægt að fegra ímynd kísilversins. Menn verða að finna þessari verksmiðju annan stað og helst í eyðibyggð einhvers staðar þar sem hún hvorki skaðar menn eða dýr. Nógu langt frá til þess að rokið geti hjálpað til við að hreinsa loftið í kringum starfsemina. Einhvers staðar á eyðilegan stað þar sem minnsta ónæði yrði af starfseminni.Fólk meira virði en peningarFramtíð og heilsa fólksins er mun dýrmætara en einhverjar trilljónir peningar fjárfesta. Heilsa verður ekki keypt þegar hún er töpuð. Það mun spara ríkinu milljarða í framtíðinni við heilsugæslu fólksins að beina svona starfsemi burt frá mannabyggð. Að einhverjum skuli hafa dottið það í hug að reisa svona verksmiðju innan bæjarmarka er ótrúlegt fyrir það fyrsta. Svona verksmiðjur eiga hvorki heima þarna né hvergi nálægt mannabyggð eins og Helguvík.Höfundur er kennari.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun