Kennarastarfið – starf í örri þróun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2018 11:23 Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun