Um leyfisbréf kennara Trausti Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2018 11:22 Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun