Um leyfisbréf kennara Trausti Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2018 11:22 Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar