Írafár á netinu Haukur Örn Birgisson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun