Víti að varast Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun