Meirihluti í G7-ríkjunum telur kynin jafnhæfa leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 18:01 Konur treysta konum almennt frekar til að leiða en karlar í G7-ríkjunum. Vísir/Getty G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira