Samvinnan styrkir fullveldið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar