Guðjón Valur með tvöþúsund mörk í bestu deild í heimi og fær sæti í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu af 2010 mörkum sínum í þýsku deildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk Handbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk
Handbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni