Guðjón Valur með tvöþúsund mörk í bestu deild í heimi og fær sæti í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu af 2010 mörkum sínum í þýsku deildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk Handbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk
Handbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira