Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 17:55 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. Upplýsingarnar eru ekki hafðar eftir neinum en er sett í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Segja má að hamborgarastaðurinn Metró hafi að einhverju leyti fyllt í skarðið en borgararnir þykja líkir þeim sem McDonald's býður upp á um heim allan. Eini viðmælandinn í frétt New York Post er Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður ræðir við blaðamann um ferðamannasprengjuna og fer yfir tölulegar staðreyndir um vöxtinn undanfarin ár.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist enga hugmynd hafa um hvort hamborgararisinn sé á leiðinni til landsins á ný.Sigurður segir í samtali við Vísi að upplýsingar um hamborgararisann komi ekki frá honum. Hann hafi rætt við blaðamann New York Post fyrir um tveimur vikum en hafði ekki séð fréttina sem birtist í dag.Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það fyrir tveimur árum hvort til stæði að opna McDonald's á Íslandi. Í skriflegu svari fyrirtækisins kom fram að engin áform væru uppi þess efnis. „Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira