Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 19:57 Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Fréttablaðið/Stefán Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins. Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins.
Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16