Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 19:57 Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Fréttablaðið/Stefán Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins. Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins.
Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16