Burt með ábyrgðarmannakerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun