Burt með ábyrgðarmannakerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun