Bylting étur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar