Neytendavá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun