Jöfnuður, líf og heilsa Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar