Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:49 Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi Arion banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Vísir/Eyþór Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum og er það meðal annars rakið til gjaldþrots flugfélagsins Primera Air. Hagnaður samstæðu bankans nam engu að síður 1,1 milljarði króna á tímabilinu og 6,2 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Í afkomutilkynningu bankans sem send var út í dag kemur fram að arðsemi eigin fjár hans hafi verið 2,3% á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var arðsemin neikvæð um 0,2% og skilaði bankinn hundrað milljón króna tapi. Niðurfærslur sem tengjast Primera Air eru sagðar hafa áhrif á afkomu fjórðungsins og fyrstu níu mánuði ársins. Bankinn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október þar sem vísað var til ófyrirséðra atburða sem kæmu niður á afkomunni. Fyrstu níu mánuði þessa árs skilaði Arion banki 4,2 milljörðum minni hagnaði en á sama tíma í fyrra. Arðsemin það sem af er ári er 3,9% borið saman við 6,3% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Heildareignir námu 1.219,5 milljörðum króna í lok september 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,3 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð í lok september 2018. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,7% í lok september en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 21,6% í lok september, samanborið við 23.6% í árslok 2017. Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum og er það meðal annars rakið til gjaldþrots flugfélagsins Primera Air. Hagnaður samstæðu bankans nam engu að síður 1,1 milljarði króna á tímabilinu og 6,2 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Í afkomutilkynningu bankans sem send var út í dag kemur fram að arðsemi eigin fjár hans hafi verið 2,3% á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var arðsemin neikvæð um 0,2% og skilaði bankinn hundrað milljón króna tapi. Niðurfærslur sem tengjast Primera Air eru sagðar hafa áhrif á afkomu fjórðungsins og fyrstu níu mánuði ársins. Bankinn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október þar sem vísað var til ófyrirséðra atburða sem kæmu niður á afkomunni. Fyrstu níu mánuði þessa árs skilaði Arion banki 4,2 milljörðum minni hagnaði en á sama tíma í fyrra. Arðsemin það sem af er ári er 3,9% borið saman við 6,3% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Heildareignir námu 1.219,5 milljörðum króna í lok september 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,3 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð í lok september 2018. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,7% í lok september en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 21,6% í lok september, samanborið við 23.6% í árslok 2017.
Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18
Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00