Kvennafrí og konur af erlendum uppruna Nichole Leigh Mosty skrifar 23. október 2018 07:00 Miðvikudaginn 24. október eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, undir kjörorðinu: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ Nú á árinu höfum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna tekið höndum saman og viljum við láta í okkur heyra í jafnréttisbaráttunni. Við viljum að hugsað sé aðeins um það hvar við stöndum hvað varðar launaréttindi samhliða launajafnrétti. Við veltum fyrir okkur tölfræðitengdum mun á launum erlendra kvenna og íslenskra kynsystra okkar? Við veltum því fyrir okkur hvað ef við myndum öll fá tækifæri til að starfa við okkar menntun, þekkingu og reynslu? Hvaða laun værum við með þá? Ekki liggur fyrir nákvæm greining eða útreikningur þó að í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 standi: „Gerð verði launagreining á kjörum innflytjenda í ákveðnum atvinnugreinum þar sem hlutfall innflytjenda er hátt. Kannað verði hvort marktækur munur sé á launum erlendra og íslenskra ríkisborgara á vinnumarkaði sem ekki skýrist af öðru en uppruna. Komi í ljós munur á milli þessara hópa skal gripið til aðgerða.“ Við bíðum spenntar eftir niðurstöðum. Svo er líka þetta; „Áhersla verði lögð á að hlutfall innflytjenda í opinberum störfum og áhrifastöðum í samfélaginu endurspegli lýðfræðilega samsetningu samfélagsins. Launajafnrétti á vinnumarkaði verði sett í forgang sem og það að tryggja innflytjendum aukin tækifæri til endurmenntunar og starfstengds náms. Staða innflytjenda á vinnumarkaði verði styrkt og tryggt að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra.“ Ekki fyrir löngu las ég á vefsíðu hjá Vinnumálastofnun að 72% kvenna af erlendum uppruna sem veitt var atvinnuleyfi á Íslandi var í starfi sem krafðist engrar menntunar. Það endurspeglast til dæmis í tölfræði hjá Eflingu þar sem kemur í ljós að 88% erlendra ríkisborgara starfa við ræstingar og 43% í hótel- og veitingaþjónustu. Þrátt fyrir það eru innan við 20% á vinnumarkaði erlendir ríkisborgarar. Í apríl 2018 voru kynntar niðurstöður frá greiningu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg. Í þeirri greiningu var skoðað sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Niðurstaðan var sú að laun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en laun íslenskra ríkisborgara. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang og 24,7% lægri heildarlaun. Þegar tekið var tillit til þátta eins og starfaflokks, menntunar, fag- og starfsaldurs og vinnutíma dregur verulega úr þessum mun sem endurspeglast í því að leiðréttur launamunur grunnlauna er 3,1% og heildarlauna 3,2% á hópunum. En þessi 3% er heldur ekki rétt. Við efumst um að greiningin sýni hversu margir í þessari greiningu séu með menntun, reynslu eða þekkingu sem ekki er metin í þeirra starfi. Þessi 23-24% segja okkur að innflytjendur fá alls ekki sama tækifæri til að færa sig „upp“ í starfi og launatöflu og íslenskir ríkisborgarar. Í gegnum starf okkar hjá W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, erum við oft að taka á móti konum sem lýsa yfir óánægju með óréttlæti sem þær upplifa í vinnunni. Við heyrum oft; Ég á að baki framhalds- og háskólanám en starfa við ræstingar, á leikskóla, á hjúkrunarheimili, við heimaþjónustu, í afgreiðslu, í fiski eða á kaffihúsi. Við fáum einnig óskir um að aðstoða konur við að fá sína menntun metna vegna möguleika um aðeins hærri laun og virðingu á vinnustaðnum. Við höfum tekið á móti kvörtunum þar sem yfirmenn og launafulltrúar neita að meta menntun hjá konum af erlendum uppruna. Þeir sem hafa valdið telja að menntun þessara kvenna muni ekki nýtast þeim í starfinu. Sem sagt vilja ekki viðurkenna að viðkomandi starfsmaður sé þess virði að fá aðeins hærri laun og haldi höfðinu hátt í vinnunni. Best væri að viðurkennt yrði að það sé ákveðið réttlæti og samkennd í því að sýna konum af erlendum uppruna að þær séu víst þess virði og að við viljum hafa þær í vinnunni hjá okkur. Við hljótum að vera sammála um það að þegar fólk fær það viðurkennt að menntun þeirra hafi gildi, þá erum við að viðurkenna þekkingu, reynslu og metnað sem þau hafa og eru reiðbúin til að færa okkur. Slík viðurkenning er hvatning. Hvatning í formi launa sem í rauninni tryggir að þeim líði vel á vinnustaðnum og vilji gefa af sér, sýna frumkvæði og jafnvel kenna öðrum eitthvað nýtt. Win Win situation. Á kvennafrídaginn munu konur af erlendum uppruna einnig ganga úr vinnu klukkan 14:55 þó að við ættum kannski að ganga út fyrr og oftar til að krefjast sanngirni. Við höfum lagt okkar hönd á plóg við skipulagsvinnu og í ár er okkar krafa sýnileg, okkar raddir eru hluti af baráttunni. Við höfum lagt okkur fram við að þýða vefsíðu á 14 tungumálum, mætt til að mála skilti og dreift upplýsingum meðal okkar um jafnrétti á vinnumarkaði og réttindi okkar um að vera óhult á vinnustaðnum, í samfélaginu og heima. Żądamy: nie zmieniajmy kobiet, zmieńmy świat! VI SKAL IKKE ÆNDRE KVINDER – VI SKAL ÆNDRE SAMFUNDET! ¡ no cambies las mujeres, cambia el mundo! Ne menjajmo žene, promenimo svet! Nicht die Frauen sind es, die wir ändern müssen, sondern die Welt! Ne Changeons pas les Femmes, Changeons le Monde ! Mos ndrysho gratë, ndrysho botën! Μην Αλλάζεις τις Γυναίκες, Άλλαξε τον Κόσμο! Ne abbiamo abbastanza! Não mude as mulheres, mude o mundo! Don’t change women Change the world! Við sjáumst á Arnarhóli á miðvikudaginn klukkan 14:55. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 24. október eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, undir kjörorðinu: „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ Nú á árinu höfum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna tekið höndum saman og viljum við láta í okkur heyra í jafnréttisbaráttunni. Við viljum að hugsað sé aðeins um það hvar við stöndum hvað varðar launaréttindi samhliða launajafnrétti. Við veltum fyrir okkur tölfræðitengdum mun á launum erlendra kvenna og íslenskra kynsystra okkar? Við veltum því fyrir okkur hvað ef við myndum öll fá tækifæri til að starfa við okkar menntun, þekkingu og reynslu? Hvaða laun værum við með þá? Ekki liggur fyrir nákvæm greining eða útreikningur þó að í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 standi: „Gerð verði launagreining á kjörum innflytjenda í ákveðnum atvinnugreinum þar sem hlutfall innflytjenda er hátt. Kannað verði hvort marktækur munur sé á launum erlendra og íslenskra ríkisborgara á vinnumarkaði sem ekki skýrist af öðru en uppruna. Komi í ljós munur á milli þessara hópa skal gripið til aðgerða.“ Við bíðum spenntar eftir niðurstöðum. Svo er líka þetta; „Áhersla verði lögð á að hlutfall innflytjenda í opinberum störfum og áhrifastöðum í samfélaginu endurspegli lýðfræðilega samsetningu samfélagsins. Launajafnrétti á vinnumarkaði verði sett í forgang sem og það að tryggja innflytjendum aukin tækifæri til endurmenntunar og starfstengds náms. Staða innflytjenda á vinnumarkaði verði styrkt og tryggt að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra.“ Ekki fyrir löngu las ég á vefsíðu hjá Vinnumálastofnun að 72% kvenna af erlendum uppruna sem veitt var atvinnuleyfi á Íslandi var í starfi sem krafðist engrar menntunar. Það endurspeglast til dæmis í tölfræði hjá Eflingu þar sem kemur í ljós að 88% erlendra ríkisborgara starfa við ræstingar og 43% í hótel- og veitingaþjónustu. Þrátt fyrir það eru innan við 20% á vinnumarkaði erlendir ríkisborgarar. Í apríl 2018 voru kynntar niðurstöður frá greiningu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg. Í þeirri greiningu var skoðað sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Niðurstaðan var sú að laun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en laun íslenskra ríkisborgara. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang og 24,7% lægri heildarlaun. Þegar tekið var tillit til þátta eins og starfaflokks, menntunar, fag- og starfsaldurs og vinnutíma dregur verulega úr þessum mun sem endurspeglast í því að leiðréttur launamunur grunnlauna er 3,1% og heildarlauna 3,2% á hópunum. En þessi 3% er heldur ekki rétt. Við efumst um að greiningin sýni hversu margir í þessari greiningu séu með menntun, reynslu eða þekkingu sem ekki er metin í þeirra starfi. Þessi 23-24% segja okkur að innflytjendur fá alls ekki sama tækifæri til að færa sig „upp“ í starfi og launatöflu og íslenskir ríkisborgarar. Í gegnum starf okkar hjá W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna, erum við oft að taka á móti konum sem lýsa yfir óánægju með óréttlæti sem þær upplifa í vinnunni. Við heyrum oft; Ég á að baki framhalds- og háskólanám en starfa við ræstingar, á leikskóla, á hjúkrunarheimili, við heimaþjónustu, í afgreiðslu, í fiski eða á kaffihúsi. Við fáum einnig óskir um að aðstoða konur við að fá sína menntun metna vegna möguleika um aðeins hærri laun og virðingu á vinnustaðnum. Við höfum tekið á móti kvörtunum þar sem yfirmenn og launafulltrúar neita að meta menntun hjá konum af erlendum uppruna. Þeir sem hafa valdið telja að menntun þessara kvenna muni ekki nýtast þeim í starfinu. Sem sagt vilja ekki viðurkenna að viðkomandi starfsmaður sé þess virði að fá aðeins hærri laun og haldi höfðinu hátt í vinnunni. Best væri að viðurkennt yrði að það sé ákveðið réttlæti og samkennd í því að sýna konum af erlendum uppruna að þær séu víst þess virði og að við viljum hafa þær í vinnunni hjá okkur. Við hljótum að vera sammála um það að þegar fólk fær það viðurkennt að menntun þeirra hafi gildi, þá erum við að viðurkenna þekkingu, reynslu og metnað sem þau hafa og eru reiðbúin til að færa okkur. Slík viðurkenning er hvatning. Hvatning í formi launa sem í rauninni tryggir að þeim líði vel á vinnustaðnum og vilji gefa af sér, sýna frumkvæði og jafnvel kenna öðrum eitthvað nýtt. Win Win situation. Á kvennafrídaginn munu konur af erlendum uppruna einnig ganga úr vinnu klukkan 14:55 þó að við ættum kannski að ganga út fyrr og oftar til að krefjast sanngirni. Við höfum lagt okkar hönd á plóg við skipulagsvinnu og í ár er okkar krafa sýnileg, okkar raddir eru hluti af baráttunni. Við höfum lagt okkur fram við að þýða vefsíðu á 14 tungumálum, mætt til að mála skilti og dreift upplýsingum meðal okkar um jafnrétti á vinnumarkaði og réttindi okkar um að vera óhult á vinnustaðnum, í samfélaginu og heima. Żądamy: nie zmieniajmy kobiet, zmieńmy świat! VI SKAL IKKE ÆNDRE KVINDER – VI SKAL ÆNDRE SAMFUNDET! ¡ no cambies las mujeres, cambia el mundo! Ne menjajmo žene, promenimo svet! Nicht die Frauen sind es, die wir ändern müssen, sondern die Welt! Ne Changeons pas les Femmes, Changeons le Monde ! Mos ndrysho gratë, ndrysho botën! Μην Αλλάζεις τις Γυναίκες, Άλλαξε τον Κόσμο! Ne abbiamo abbastanza! Não mude as mulheres, mude o mundo! Don’t change women Change the world! Við sjáumst á Arnarhóli á miðvikudaginn klukkan 14:55. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun