Konur og karlar – grein II Gunnar Árnason skrifar 24. október 2018 16:32 Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar