Konur og karlar – grein II Gunnar Árnason skrifar 24. október 2018 16:32 Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar