Blóð þarf ekki að renna Guðríður Arnardóttir skrifar 26. október 2018 11:00 Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun