Afhöfðanir Óttar Guðmundsson skrifar 27. október 2018 10:00 Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun