Laun í öðrum gjaldmiðli? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 07:00 „Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
„Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar