Umfjöllun: Þór Þ. - Njarðvík 80-90 │Einar Árni sótti sigur gegn gömlu lærisveinunum

Sindri Ágústsson skrifar
Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson vísir

Njarðvík hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í Domino's deild karla í kvöld. Einar Árni Jóhannsson var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti eftir að hafa farið frá Þórsurum eftir síðasta tímabil.

Afhverju vann Njarðvík? 
Það var lítið á milli liðanna í Þorlákshöfn í kvöld en Njarðvíkingar áttu algjörlega frákasta baráttuna. Þeir sóttu sóknarfráköst trekk í trekk og var það ein aðal ástæðan afhverju þeir sóttu stigin tvö í kvöld.

Njarðvíkingar hreyfðu boltann mjög vel og fengu þeir í staðin nokkur góð opin skot sem hjálpaði þeim að komast aftur inn í leikinn þegar þeir voru að elta heimamenn.

Stigaskorunin hjá þeim dreifðist vel og enduðu fimm leikmenn þeirra með yfir 10 stig.

Þórsarar voru smá klaufar að klára ekki þennan leik, þeir voru með 13 stiga forskot um tíma en náðu ekki að halda út.

Þeir fengu 16 sóknarfráköst á sig og var það alltof mikið af auka skotum sem Njarðvík fékk úr þeim sóknum.

Bestu menn vallarins?
Hjá Njarðvík voru margir sem áttu fínasta leik, Mario Matasovic leiddi samt Njarðvík stigalega séð með 20 stig og reif hann að auki 8 fráköst niður. Julian Rajic átti flotta innkoma af bekknum og náði hann setja niður 15 stig.

Nikolas Tomsick átti frábæran leik fyrir heimamenn, hann endaði með 27 stig og gaf 11 stoðstendingar. Kinu rochford átti einnig flottan leik, hann setti niður 23 stig og spilaði ágætis vörn.

Hvað hefði mátt fara betur?
Þórsarar voru ekki nógu öflugir í að hirða fráköstin og er það einhvað sem verður að lagast fyrir næstu leiki hjá þeim. Það var líka klaufalegt hjá þeim að missa niður 13 stiga forskotið sem þeir voru komnir með undir miðjan annan leikhluta.

Það var lítið sem var hægt að setja út á leik Njarðvíkinga fyrir utan kannski að þeir töpuðu 17 boltum, Einar Árni vill líklega að sínir menn haldi boltanum betur en það í næsta leik.

Hvað er á næstunni?
Njarðvík fær Valsara í heimsókn næsta fimmtudag og er nokkuð ljóst að þeir vilja sækja sinn þriðja sigur í þeim leik.
Þórsarar eru að byrja á hörku erfiðum leikjum og eru þeir að fara í heimsókn í DHL-höllina að heimsækja sigursælasta lið síðustu ára. Það verður erfitt fyrir Þórsara að sækja sigur gegn góðu KR liði.

Þór Þ.-Njarðvík 80-90 (20-18, 23-20, 21-26, 16-26)

Þór Þ.:
Nikolas Tomsick 27/11 stoðsendingar, Kinu Rochford 23/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst/6 stolnir, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 8, Magnús Breki Þórðason 5.

Njarðvík: Mario Matasovic 20/8 fráköst, Julian Rajic 15/8 fráköst, Logi Gunnarsson 11, Maciek Stanislav Baginski 11/4 fráköst, Jeb Ivey 11/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 9/7 fráköst, Kristinn Pálsson 9, Jon Arnor Sverrisson 4.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.