Skólastarf í allra þágu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. október 2018 07:30 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun