Framlengingin: Valsmenn aftar á merinni en menn áttu von á Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. október 2018 22:15 S2 Sport Í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi takast sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar að takast á um heitustu málefni líðandi stundar í íslenska körfuboltanum. Í þætti gærkvöldsins var staða Vals á meðal umræðuefna. Valsliðið hefur tapað fyrstu veimur leikjum sínum, fyrir Haukum og Val, báðum á heimavelli sínum. „Mér finnst Valur miklu aftar á merinni en ég átti von á í upphafi tímabils,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Eins og hefur komið fram þá veit maður afskaplega lítið um körfubolta og er bara að reyna að geta í eyðurnar.“ „Ég hef hins vegar trú á því að Gústi nái að púsla þessu einhvern veginn saman.“ Kristinn Geir Friðriksson var sammála Jóni. „Ég held að upphafsmistökin hafi verið að fá ekki stóran mann í Kananum. Ég hefði viljað hafa Ragga Nat sem back-up.“ Bandaríkjamennirnir Michael Craion og Julian Boyd mættust í stórleik Keflavíkur og KR í gærkvöld. Hvorn myndu sérfræðingarnir taka í sitt lið? „Ég myndi taka Boyd. Ég er rosalega hrifinn af þessum gæja, hann er næsti Craion,“ sagði Kristinn. „Þú ert að veðja á einhverja djöfulsins vitleysu eins og venjulega,“ sagði Jón Halldór þá. „Þú tekur alltaf leikmann sem þú veist hvað getur.“ Nýliðar Breiðabliks eru ekki með neinn evrópskan leikmann og virðast ætla að leyfa ungum strákum að spila ásamt því að þeir eru með Bandaríkjamannin Christian Covile. „Mér finnst þetta ótrúlega falleg hugmyndafræði. Ég er hins vegar staddur þar að þegar þú ert að spila í meistaraflokki í efstu deild þá hlýtur þú að vera í þessu til þess að vinna,“ sagði Jón Halldór. „Pétur er að gera þetta eftir sínu höfði og fær það. Ég myndi ekki taka neinn útlending eða annan erlendan leikmann inn í þetta. Ég myndi bara laga aðeins aðferðafræðina við það hvernig Pétur er að gera þetta,“ sagði Kristinn. Þá ræddu sérfræðingarnir komu Lewis Clinch sem er á leið til Grindavíkur og skiptingu deildarinnar í topp og botnbaráttu. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld um Bjarna: „Þetta er bara grjótharður fjósastrákur“ Nýliðar Skallagríms unnu sterkan sigur á Grindavík í annari umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hrifust af ungu leikmönnum liðsins. 13. október 2018 12:30 Clinch búinn að semja við Grindavík Lewis Clinch hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild karla samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 13. október 2018 12:30 Körfuboltakvöld um Reggie: Oft kallað eftir því að hann geri meira Reggie Dupree var hetja Keflavíkur í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn KR í Domino's deild karla í körfubolta. Hann var frábær í fjórða leikhluta og lykillinn að sigri Keflavíkur. 13. október 2018 14:30 Sérfræðingar Körfuboltakvölds ósáttir við Pétur: „Hann rændi strákana tækifærinu á að vinna“ Stjarnan vann 15 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks í Domino's deild karla á fimmtudagskvöld. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds settu spurningarmerki við leikstýringu Péturs Ingvarssonar á síðustu mínútunum. 13. október 2018 10:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi takast sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar að takast á um heitustu málefni líðandi stundar í íslenska körfuboltanum. Í þætti gærkvöldsins var staða Vals á meðal umræðuefna. Valsliðið hefur tapað fyrstu veimur leikjum sínum, fyrir Haukum og Val, báðum á heimavelli sínum. „Mér finnst Valur miklu aftar á merinni en ég átti von á í upphafi tímabils,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Eins og hefur komið fram þá veit maður afskaplega lítið um körfubolta og er bara að reyna að geta í eyðurnar.“ „Ég hef hins vegar trú á því að Gústi nái að púsla þessu einhvern veginn saman.“ Kristinn Geir Friðriksson var sammála Jóni. „Ég held að upphafsmistökin hafi verið að fá ekki stóran mann í Kananum. Ég hefði viljað hafa Ragga Nat sem back-up.“ Bandaríkjamennirnir Michael Craion og Julian Boyd mættust í stórleik Keflavíkur og KR í gærkvöld. Hvorn myndu sérfræðingarnir taka í sitt lið? „Ég myndi taka Boyd. Ég er rosalega hrifinn af þessum gæja, hann er næsti Craion,“ sagði Kristinn. „Þú ert að veðja á einhverja djöfulsins vitleysu eins og venjulega,“ sagði Jón Halldór þá. „Þú tekur alltaf leikmann sem þú veist hvað getur.“ Nýliðar Breiðabliks eru ekki með neinn evrópskan leikmann og virðast ætla að leyfa ungum strákum að spila ásamt því að þeir eru með Bandaríkjamannin Christian Covile. „Mér finnst þetta ótrúlega falleg hugmyndafræði. Ég er hins vegar staddur þar að þegar þú ert að spila í meistaraflokki í efstu deild þá hlýtur þú að vera í þessu til þess að vinna,“ sagði Jón Halldór. „Pétur er að gera þetta eftir sínu höfði og fær það. Ég myndi ekki taka neinn útlending eða annan erlendan leikmann inn í þetta. Ég myndi bara laga aðeins aðferðafræðina við það hvernig Pétur er að gera þetta,“ sagði Kristinn. Þá ræddu sérfræðingarnir komu Lewis Clinch sem er á leið til Grindavíkur og skiptingu deildarinnar í topp og botnbaráttu. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld um Bjarna: „Þetta er bara grjótharður fjósastrákur“ Nýliðar Skallagríms unnu sterkan sigur á Grindavík í annari umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hrifust af ungu leikmönnum liðsins. 13. október 2018 12:30 Clinch búinn að semja við Grindavík Lewis Clinch hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild karla samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 13. október 2018 12:30 Körfuboltakvöld um Reggie: Oft kallað eftir því að hann geri meira Reggie Dupree var hetja Keflavíkur í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn KR í Domino's deild karla í körfubolta. Hann var frábær í fjórða leikhluta og lykillinn að sigri Keflavíkur. 13. október 2018 14:30 Sérfræðingar Körfuboltakvölds ósáttir við Pétur: „Hann rændi strákana tækifærinu á að vinna“ Stjarnan vann 15 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks í Domino's deild karla á fimmtudagskvöld. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds settu spurningarmerki við leikstýringu Péturs Ingvarssonar á síðustu mínútunum. 13. október 2018 10:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Körfuboltakvöld um Bjarna: „Þetta er bara grjótharður fjósastrákur“ Nýliðar Skallagríms unnu sterkan sigur á Grindavík í annari umferð Domino's deildar karla. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hrifust af ungu leikmönnum liðsins. 13. október 2018 12:30
Clinch búinn að semja við Grindavík Lewis Clinch hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild karla samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 13. október 2018 12:30
Körfuboltakvöld um Reggie: Oft kallað eftir því að hann geri meira Reggie Dupree var hetja Keflavíkur í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn KR í Domino's deild karla í körfubolta. Hann var frábær í fjórða leikhluta og lykillinn að sigri Keflavíkur. 13. október 2018 14:30
Sérfræðingar Körfuboltakvölds ósáttir við Pétur: „Hann rændi strákana tækifærinu á að vinna“ Stjarnan vann 15 stiga sigur á nýliðum Breiðabliks í Domino's deild karla á fimmtudagskvöld. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds settu spurningarmerki við leikstýringu Péturs Ingvarssonar á síðustu mínútunum. 13. október 2018 10:30