Körfubolti

Körfuboltakvöld um Reggie: Oft kallað eftir því að hann geri meira

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Reggie Dupree var hetja Keflavíkur í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn KR í Domino's deild karla í körfubolta. Hann var frábær í fjórða leikhluta og lykillinn að sigri Keflavíkur.

„Maður kallar rosalega oft eftir þessu hjá honum, að hann geri meira, skjóti meira. Því hæfileikarnir sem þessi strákur býr yfir eru óendanlegir,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Dupree í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Dupree endaði með 19 stig og fjögur fráköst. Tólf af stigunum 19 komu í fjórða leikhluta. Í stöðunni 69-77 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir skoraði Dupree þrjár þriggja stiga körfur í röð og kom stöðunni í 78-77. Leiknum lauk með 85-79 sigri Keflavíkur.

Hann átti tækifæri á því að setja fjórða þristinn í röð en ákvað að sækja frekar á körfuna og sótti víti. Sérfræðingarnir voru ekki sammála um hvort það hafi verið rétt ákvörðun.

„Hann ákveður að keyra, þetta var góð ákvörðun, hann fékk vítið,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson.

„Þrír þristar, þá er gott að hætta. Það er alltaf fjórði sem klikkar.“

Jón Halldór var honum ekki sammála. „Þú hefðir alltaf skotið. Ég væri til í að sjá klippt saman einhver brot þar sem þú sagðir bara þrír þristar eru gott.“

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×