Geta byrjað á þremur sigrum í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2018 15:30 Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur. fréttablaðið/ernir Þriðja umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Njarðvík, sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína, fær stigalaust lið Vals í heimsókn í Ljónagryfjuna. Vinni Njarðvíkingar í kvöld verður það í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10 sem liðið vinnur fyrstu þrjá deildarleiki sína. Þá vann Njarðvík fyrstu sjö leiki sína og endaði í 5. sæti efstu deildar. Liðið komst í undanúrslit þar sem það tapaði fyrir Keflavík í fjórum leikjum. Líkt og Njarðvík hefur Tindastóll unnið fyrstu tvo leiki sína í Domino’s-deildinni. Stólarnir taka á móti Haukum í kvöld. Deildarmeistarar síðasta tímabils unnu Val í 1. umferðinni en töpuðu sannfærandi fyrir ÍR í síðustu umferð. Þriggja stiga nýting Hauka í þeim leik var aðeins 13%. Tindastóll vann örugga sigra á Þór Þ. og Val í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum. Stólarnir hafa haldið mótherjum sínum í aðeins 70,5 stigum og þriggja stiga nýting Þórsara og Valsmanna gegn þeim var afleit. Í DHL-höllinni mætast Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, og Þór Þ. KR vann Skallagrím í 1. umferðinni en tapaði fyrir Keflavík í hörkuleik í síðustu umferð. Bandaríkjamaðurinn Julian Boyd fór mikinn í báðum leikjunum. Hann skoraði 37 stig gegn Borgnesingum og 31 stig gegn Keflvíkingum. Þór hefur aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu, fyrir Tindastóli og Njarðvík. Í stórleik 3. umferðarinnar etur Grindavík kappi við Keflavík. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Grindvíkingar hafa sagt upp samningum þeirra Terrells Vinson og Michalis Liapis. Lewis Clinch hefur verið orðaður við endurkomu í gula búninginn en ekki liggur fyrir hvort hann, eða annar Bandaríkjamaður, leiki með Grindavík í kvöld. Keflavík tapaði fyrir Njarðvík í 1. umferðinni en vann KR í síðustu viku þar sem Reggie Dupree fór mikinn á lokakaflanum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15. Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Þriðja umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Njarðvík, sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína, fær stigalaust lið Vals í heimsókn í Ljónagryfjuna. Vinni Njarðvíkingar í kvöld verður það í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10 sem liðið vinnur fyrstu þrjá deildarleiki sína. Þá vann Njarðvík fyrstu sjö leiki sína og endaði í 5. sæti efstu deildar. Liðið komst í undanúrslit þar sem það tapaði fyrir Keflavík í fjórum leikjum. Líkt og Njarðvík hefur Tindastóll unnið fyrstu tvo leiki sína í Domino’s-deildinni. Stólarnir taka á móti Haukum í kvöld. Deildarmeistarar síðasta tímabils unnu Val í 1. umferðinni en töpuðu sannfærandi fyrir ÍR í síðustu umferð. Þriggja stiga nýting Hauka í þeim leik var aðeins 13%. Tindastóll vann örugga sigra á Þór Þ. og Val í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum. Stólarnir hafa haldið mótherjum sínum í aðeins 70,5 stigum og þriggja stiga nýting Þórsara og Valsmanna gegn þeim var afleit. Í DHL-höllinni mætast Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, og Þór Þ. KR vann Skallagrím í 1. umferðinni en tapaði fyrir Keflavík í hörkuleik í síðustu umferð. Bandaríkjamaðurinn Julian Boyd fór mikinn í báðum leikjunum. Hann skoraði 37 stig gegn Borgnesingum og 31 stig gegn Keflvíkingum. Þór hefur aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu, fyrir Tindastóli og Njarðvík. Í stórleik 3. umferðarinnar etur Grindavík kappi við Keflavík. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Grindvíkingar hafa sagt upp samningum þeirra Terrells Vinson og Michalis Liapis. Lewis Clinch hefur verið orðaður við endurkomu í gula búninginn en ekki liggur fyrir hvort hann, eða annar Bandaríkjamaður, leiki með Grindavík í kvöld. Keflavík tapaði fyrir Njarðvík í 1. umferðinni en vann KR í síðustu viku þar sem Reggie Dupree fór mikinn á lokakaflanum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira