Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun