Ívar: Kannski óraunhæft að spá heimaleikjarétti en ætlum í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 15:00 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05. Dominos-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Haukar urðu deildarmeistarar í Domino's deild karla á síðasta tímabili. Eftir miklar mannabreytingar í sumar er deildarmeisturunum spáð áttunda sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni. „Mér finnst þessi spá alveg raunhæf, áttunda sæti. Við ætlum okkur náttúrulega að sína að við erum betri en það og ég tel að við séum með fínan hóp,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, á kynningarfundi KKÍ í dag þar sem spáin var kynnt. „Við erum með þrjá stráka sem voru að spila með landsliðinu núna í sumar og við erum með einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar og fleiri öfluga leikmenn.“ „Ég held að við verðum ofar þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn sem eru í landsliðsklassa og eru mikill missir. En ég tel að það sem við búum að í Haukum er nóg af efnivið.“ Haukar urðu fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Kári Jónsson fór út til Barcelona, Finnur Atli Magnússon fylgdi Helenu Sverrisdóttur til Ungverjalands, Breki Gylfason fór til Bandaríkjanna í nám og fyrirliði liðsins Emil Barja gekk til liðs við Íslandsmeistara KR. Kristinn Marinósson snéri aftur heim úr ÍR og Daði Lár Jónsson kom úr Keflavík. Marques Oliver og Hilmar Smári Henningsson yfirgáfu Þór Akureyri sem féll í vor og eru komnir á Ásvelli og Slóveninn Matic Macek samdi við deildarmeistarana. „Við vissum að við myndum missa stráka út, en við erum með fullt af ungum strákum. Við höfum verið að spila ágætlega á undirbúningstímabilinu, það mun taka smá tíma að binda liðið saman en ég held að við eigum eftir að verða mun betri en menn halda.“ Hverjar eru væntingar Ívars á tímabilinu? „Við ætlum okkur í úrslitakeppni, það er á hreinu.“ „Við stefnum á að reyna við heimarétt en ég held það verði mjög erfitt og kannski frekar óraunhæft að vera með þá spá fyrir okkur. En ég held það væri ásættanlegt ef við náum að berjast um fimmta, sjötta sætið og það er það sem við erum að stefna að.“ „Það eru háleit markmið en ég held að við getum það alveg og við verðum svo bara tilbúnir þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Haukar hefja leik í Domino's deildinni á útivelli gegn Val á fimmtudagskvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 19:05.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira