Matur

Karamelíseraðar valhnetudöðlur

Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar
Það eru bara tvö hráefni í þessari uppskrift.
Það eru bara tvö hráefni í þessari uppskrift.

Karamellíseraðar valhnetudöðlur

Þessi vinnur verðlaun fyrir einfaldleika! Bara tvö hráefni og tekur enga stund að útbúa, en ég vara ykkur við; döðlurnar eru ávanabindandi og það er engin leið að skilja neitt eftir af þeim skammti sem er útbúinn. En enginn skaði skeður, þetta er meinhollt og fer vel í maga.

10-12 mjúkar döðlur

Sami fjöldi valhnetur

Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Opnið döðlurnar og komið valhnetu fyrir í hverri og einni. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 8-10 mínútur. Þá karamellíserast döðlurnar en valhneturnar haldast stökkar, fullkomin blanda! Kælið lítið eitt og njótið.

Uppskrift: Guðrún Sóley GestsdóttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.