Uppeldi drengja til kvenmennsku Arnar Sverrisson skrifar 5. október 2018 12:54 Kvenfrelsarar af ýmsu tagi hafa margoft bent á nauðsyn þess að breyta karlmennskunni, enda væri hún skaðleg öllum – konunum þó sérstaklega. Þeir hafa skiljanlega lagt áherslu á uppeldi drengja í þessu skyni. Birgja skyldi brunninn. Stundum hefur ásetningur þeirra fengið giska skoplegt yfirbragð, t.d. þegar mæður og fóstrur/leikskólakennarar harðneita drengjum að leika sér bifreiðum, en ota að þeim dúkkum í staðinn. Þar mætast venjulega stálin stinn. En viðhorf til blárra drengja og bleikra stúlkna eru þó seiglíf. Bandaríski barnageðlæknirinn, Kyle D. Pruett (f. 1943), hefur margt skynsamlegt ritað um uppeldi í áranna rás. Hann bendir m.a. á, að rannsóknir leiði í ljós mjög frábrugðið viðmót fullorðinna gagnvart kornabörnum, stúlkum og drengjum. Blái drengurinn er síður faðmaður, það er minna við hann talað og meira með hann hnoðast en stúkubörnin. Honum er gjarnan lýst sem stórum, styrkum og sjálfstæðum. Bleiku stúlkunni er fremur lýst sem viðkvæmri og mjúkri um leið og meira er lesið fyrir hana og meira við hana gælt. Sé drengur klæddur í bleikt, breytist viðmótið í dæmigert stúlkubarnsviðmót. Með drengjum er síður ræktaður hæfileikinn til aðhlynningar, nærandi umhyggju og tilfinninganæmis. Hæfileikann hafa bæði kyn fengið í vöggugjöf. Í gamni og alvöru má geta þess, að á Íslandi eru reifabörn enn íklædd bleiku eða bláu eftir því, hvernig þau líta út til klofsins. Þau koma yfirleitt í heiminn við hjálp ljósmæðra. Ljósfeður eru útdauðir (eða því sem næst). Svipaða sögu má um karlkyns uppalendur segja. Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans. Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu. Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV. Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kvenfrelsarar af ýmsu tagi hafa margoft bent á nauðsyn þess að breyta karlmennskunni, enda væri hún skaðleg öllum – konunum þó sérstaklega. Þeir hafa skiljanlega lagt áherslu á uppeldi drengja í þessu skyni. Birgja skyldi brunninn. Stundum hefur ásetningur þeirra fengið giska skoplegt yfirbragð, t.d. þegar mæður og fóstrur/leikskólakennarar harðneita drengjum að leika sér bifreiðum, en ota að þeim dúkkum í staðinn. Þar mætast venjulega stálin stinn. En viðhorf til blárra drengja og bleikra stúlkna eru þó seiglíf. Bandaríski barnageðlæknirinn, Kyle D. Pruett (f. 1943), hefur margt skynsamlegt ritað um uppeldi í áranna rás. Hann bendir m.a. á, að rannsóknir leiði í ljós mjög frábrugðið viðmót fullorðinna gagnvart kornabörnum, stúlkum og drengjum. Blái drengurinn er síður faðmaður, það er minna við hann talað og meira með hann hnoðast en stúkubörnin. Honum er gjarnan lýst sem stórum, styrkum og sjálfstæðum. Bleiku stúlkunni er fremur lýst sem viðkvæmri og mjúkri um leið og meira er lesið fyrir hana og meira við hana gælt. Sé drengur klæddur í bleikt, breytist viðmótið í dæmigert stúlkubarnsviðmót. Með drengjum er síður ræktaður hæfileikinn til aðhlynningar, nærandi umhyggju og tilfinninganæmis. Hæfileikann hafa bæði kyn fengið í vöggugjöf. Í gamni og alvöru má geta þess, að á Íslandi eru reifabörn enn íklædd bleiku eða bláu eftir því, hvernig þau líta út til klofsins. Þau koma yfirleitt í heiminn við hjálp ljósmæðra. Ljósfeður eru útdauðir (eða því sem næst). Svipaða sögu má um karlkyns uppalendur segja. Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans. Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu. Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV. Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).Höfundur er ellilífeyrisþegi
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar