Fullorðið fólk í byssuleik Guttormur Þorsteinssog og Stefán Pálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fimmtíu árum rændi hinn dularfulli þjóðflokkur Grandóníumanna íslenskum vísindamanni og íturvaxinni dóttur hans og hélt með til fjalla. Í kjölfarið var sendur út herflokkur sem arkaði um Þjórsárdal til að heimta feðginin úr helju, sem tókst eftir snarpan bardaga við fjallabúana vígreifu. Þessi flétta var ekki í barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson eða óvenjuslappri hasarmynd úr Hollywood, heldur raunveruleg lýsing á heræfingum Breta í Þjórsárdal sumarið 1969. Sjaldan hefur komið jafn skýrt í ljós hversu lítill munur er í raun á heræfingum stórveldanna og stríðsleikjum ungra drengja. Fáránlegir hlutverkaleikir hafa löngum fylgt æfingum af þessu tagi. Skemmst er að minnast æfingarinnar „Norðurvíkingur“ (nafngiftin segir í raun allt sem segja þarf) þar sem Nató-hermenn börðust við ímyndaða umhverfishryðjuverkamenn sem áttu að hafa hertekið Steingrímsstöð í Sogi! Eða þá þegar bandarískar herþyrlur ætluðu að æfa lendingar í Hljómskálagarðinum um aldamótin, en voru stöðvaðar af íslenskum friðarsinnum. Nú berast fréttir af fyrirhuguðum Nató-heræfingum hér á landi síðar í haust. Þar á meðal í Þjórsárdal og víða á Reykjanesskaga. Hinn ímyndaði óvinur verður þó ekki Grandóníumenn heldur ótilgreindir hryðjuverkamenn, enda hefur mestallur fjáraustur í vígvæðingu síðustu ára verið réttlættur með „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Eftir sem áður eru stríðsleikir þessir ekki annað en nákvæmlega það: fullorðið fólk í fokdýrum byssuleik að undirbúa sig fyrir alvöru dráp á raunverulegu fólki. Höfnum öllum heræfingum! Höfundar eru ritari og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar