Vaxtahækkun vekur athygli Agnar Tómas Möller skrifar 26. september 2018 07:00 Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun