Sögulegt tækifæri – Ný lög um þjónustu við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera og Sigurjón Unnar Sveinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun