Sögulegt tækifæri – Ný lög um þjónustu við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera og Sigurjón Unnar Sveinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun