Leiðin að EM hefst í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 10:00 Blaðamannafundur hjá körfuboltalandsliðinu. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira