Bílar

Rafmagnsbílar 12 prósent nýrra bíla á árinu

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Rúmlega 15.000 nýir bílar hafa selst það sem af er ári.
Rúmlega 15.000 nýir bílar hafa selst það sem af er ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Sala á nýjum bílum í nýliðnum ágústmánuði dróst saman um 3,7 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Alls voru skráðir 1.465 nýir fólksbílar í mánuðinum.

Fyrstu átta mánuði ársins voru nýskráðir fólksbílar 15.033 talsins sem er 11,8 prósenta samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra.

Af þeim rúmlega fimmtán þúsund nýju fólksbílum sem seldust fyrstu átta mánuði ársins voru 42 prósent með bensínvél, 39 prósent með dísilvél og 12 prósent voru rafmagnsbílar. Aðrar tegundir voru um sjö prósent nýrra bíla.


Tengdar fréttir

Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum

Tafir urðu á afhendingu Nissan Leaf rafbíla sem pantaðir voru í vor er framleiðsluáætlun var skyndilega breytt. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir nýju tegundinni, langt umfram framleiðslugetu. BL vonast til að ná réttu róli í haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.