Viðskipti innlent

Bókun metin á rúmlega milljarð króna árið 2017

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hjalti Baldursson forstjóri Bókunar.
Hjalti Baldursson forstjóri Bókunar.

Norvik, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar sem oft er kenndur við Byko, keypti tæplega 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun fyrir um tvær milljónir evra, jafnvirði um 255 milljóna króna, árið 2017. Virði alls hlutafjár Bókunar var því 1,1 milljarður króna á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem birtast í ársreikningi Norvik og núverandi gengi gjaldmiðla.

Upplýst var í apríl síðastliðnum að TripAdvisor, sem rekur heimsþekkta ferðasíðu, hefði keypt Bókun. Hugbúnaður fyrirtækisins er mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu.

Áður en fjölskylda Jóns Helga gekk í hluthafahópinn áttu Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri félagið að fullu. Í fyrra lækkaði hlutur Hjalta í Bókun úr 62,5 prósentum í 44,7 prósent. Fram kemur í ársreikningi HIBB Holding, sem er í eigu Hjalta, að félagið hafi selt hluta af eign sinni í Bókun og tekið þátt í hlutafjáraukningu í félaginu.

Hjalti var framkvæmdastjóri Straumborgar, fjárfestingarfélags fjölskyldu Jóns Helga, á árunum 2005-2012.

Með kaupunum á Bókun mun TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt með því að þjónusta ferðaþjónustuaðila með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet í heiminum fyrir ferðir.


Tengdar fréttir

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.