Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 14:30 Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra. vísir/gva Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira