Handbolti

Óðinn skoraði þrjú í dönsku úrvalsdeildinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Óðinn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni
Óðinn fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni Vísir/Anton Brink

Hornamaðurinn knái, Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG í sigri á Mors, 30-25 í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Óðinn er á sínu fyrsta tímabili með GOG en hann gekk til liðs við félagið í vetur frá FH.

GOG er eitt sterkasta lið Danmerkur og hefur það farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og unnið tvo fyrstu leiki sína.

GOG vann lið Ringsted í fyrstu umferð og skoraði Óðinn þá fimm mörk.

Hann fer því vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.