Efling lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Guðmundur D. Haraldsson skrifar 9. september 2018 14:22 Svolítið um eflingu lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Starfshópur um eflingu trausts á lýðræðinu og stjórnsýslunni skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra í vikunni sem leið. Í þessari skýrslu eru allnokkrar úrbætur lagðar til, úrbætur sem myndu auka traust á lýðræðinu á Íslandi og gera það að verkum að lýðræðið og stjórnkerfið þjóni almenningi betur. Þessi skýrsla er vönduð í marga staði, en sjálfur lýðræðiskaflinn í henni ætti að vekja meiri athygli að því leytinu til, að í honum eru engar haldbærar tillögur um eflingu sjálfs lýðræðisins. Í lýðræðiskaflanum er fjallað um bæði slembival og rökræðukannanir á jákvæðan hátt, án þess þó að starfshópurinn mæli með að þessar aðferðir verði nýttar til að efla lýðræðið. Þetta hlýtur að vekja furðu, vegna þess að hér um að ræða aðferðir til að virkja almenna borgara til að taka ákvarðanir um stefnu hins opinbera. Þá er ekkert rætt um borgaraþing í kaflanum um lýðræði, jafnvel þótt borgaraþing hafi reynst vel til að taka á þeim lýðræðishalla sem er raunin í vestrænum samfélögum. Í lýðræðisumbótum framtíðarinnar eru það aðferðir eins og þessar sem ætti að nýta til að efla lýðræðið, og þess vegna vekur það furðu að starfshópurinn hafi ekki sérstaklega mælt með því að nýta þær.Svolítið um borgaraþing, rökræðukannanir og slembival Borgaraþing er í grundvallaratriðum samkoma þar sem venjulegt fólk -- fulltrúar almennings -- kemur saman til að ræða tiltekið mál með það að markmiði að taka ákvörðun um hvað skuli gera varðandi málið. Þegar málið hefur verið afgreitt er þinginu svo slitið. Borgaraþing var til dæmis sett á stofn í Bresku-Kólumbíu í Kanada árið 2003 til að semja ný kosningalög fyrir fylkið, með góðum árangri: Þingið skilaði af sér góðri tillögu og samstarfið var til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir því að borgaraþingið var kallað saman, var sú að kjörnir fulltrúar almennings – þing fylkisins – hafði svo árum skipti ekki getað komið sér saman um umbætur á kosningalögum fylkisins. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu hljómar kannski eins og stjórnlagaráðið sem starfaði á Íslandi árið 2011, en það er mikilvægur munur hér á: Persónukjör var notað til að skipa fulltrúa stjórnlagaráðsins á Íslandi á meðan í Bresku-Kólumbíu var slembivalið inn á þingið. Munurinn er sá að á Íslandi röðuðust inn í stjórnlagaráðið einstaklingar sem gátu kynnt sig og sín stefnumál vel, og voru í góðri aðstöðu til þess á einn eða annan hátt, á meðan að í Kanada voru valdir fulltrúar af handahófi úr öllum þeim hópi fólks sem hafði náð kosningarétti. Þetta er mikilvægt, vegna þess að slembival er mun líklegra til að beisla fjölbreytni mannlífsins og öll þau viðhorf sem úti í samfélaginu lifa, sem er svo aftur einn af grunnþáttum lýðræðisins. Á Íslandi mætti til dæmis innleiða borgaraþing á þann hátt, að átta prósent kjósenda þyrfti að undirrita yfirlýsingu, til að kallað yrði saman borgaraþing sem myndi ræða tiltekið mál. Nokkuð augljóslega yrði fljótlega kallað til borgaraþings um samningu nýrrar stjórnarskrár, auk þess sem borgaraþing yrði kallað saman til að koma á sanngjarnri hlutdeild almennings af auðlindanotkun sjávarútvegsins. Hafa ber í huga að átta prósent er há tala, en ef markið yrði sett þar, þá þyrfti um tuttugu þúsund undirskriftir til að kalla saman eitt borgaraþing. En það er ekki nóg að kalla saman borgaraþing, það þarf að búa vel að borgaraþingum þegar þau eru haldin. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu heppnaðist vel, vegna þess að vel var að því búið í formi starfsmanna sem hjálpuðu til við að reka það, vegna þess að ráðgjafar komu og hittu borgaraþingið, og vegna þess að þingið starfaði nógu lengi til að geta rætt málin í þaula. Þetta eru alger lykilatriði til að borgaraþing geti lukkast vel. Rökræðukannanir eru áþekk fyrirbæri og borgaraþing, en í þeim felst að slembivalinn hópur fólks er valinn til að ræða um tiltekið málefni, t.d. yfir helgi, en hópurinn hittist ásamt sérfræðingum um málið, og málið er rætt í þaula. Munurinn á þessu og borgaraþingi er að minna af gögnum liggur fyrir og tímaramminn er mun skemmri. Rökræðukannanir hafa sýnt að þátttakendur í þeim eru líklegir til að skipta um skoðun, sem byggist á gögnunum sem þeir fengu í hendurnar og vegna samskipta við sérfræðingana. Varðandi slembival, þá má nota það á fleiri vegu en bara til að skipa fulltrúa á borgaraþing eða í rökræðukannanir, því slembival má meðal annars nýta til að velja fulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélaga, sem og sjálft Alþingi. Til dæmis væri kjörið að þriðjungur þingmanna á Alþingi yrði slembivalinn – það myndi hleypa nýju blóði í þessa stofnun, þar sem hlutirnir hreyfast hægt og gagnsæið er furðu lítið. Fulltrúar almennings myndu án efa taka til hendinni í þingstörfunum og breyta því hvernig þingið starfar. Þá myndu slembivaldir fulltrúar almennings í nefndum og ráðum sveitarfélaga nær örugglega hafa áhrif á forgangsröðun kjörinna fulltrúa í sveitastjórnumHugað að trausti og framtíðinni Hugmyndin um borgaraþing varð ekki til í tómarúmi, heldur var hún þróuð beinlínis vegna þess að lýðræðið er á köflum veikburða og sérlega erfitt getur reynst að taka á vissum vandamálum. Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er dæmi um slíkt vandamál, en hún hefur velkst um meðal ráðherra og þingmanna um sjötíu ára skeið. Annað dæmi eru sjálfsögð velferðarmál, eins og stytting vinnuvikunnar, sem sérhagsmunasamtök stöðva af við hvert tækifæri. Það að valdastofnanir landsins geti ekki tekist á við mál eins og þessi af festu, dregur úr trausti almennings gagnvart þeim, eðlilega. Slembivalin borgaraþing hins vegar geta tekist á við slík vandamál, eins og dæmin bera vott um. Þess vegna ættu slembivalin borgaraþing að teljast sjálfsögð viðbót við umbætur starfshópsins um traust. Alþingi og ráðuneyti landsins þurfa án tafar að innleiða lýðræðisumbætur, eins og slembival og borgaraþing. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svolítið um eflingu lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Starfshópur um eflingu trausts á lýðræðinu og stjórnsýslunni skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra í vikunni sem leið. Í þessari skýrslu eru allnokkrar úrbætur lagðar til, úrbætur sem myndu auka traust á lýðræðinu á Íslandi og gera það að verkum að lýðræðið og stjórnkerfið þjóni almenningi betur. Þessi skýrsla er vönduð í marga staði, en sjálfur lýðræðiskaflinn í henni ætti að vekja meiri athygli að því leytinu til, að í honum eru engar haldbærar tillögur um eflingu sjálfs lýðræðisins. Í lýðræðiskaflanum er fjallað um bæði slembival og rökræðukannanir á jákvæðan hátt, án þess þó að starfshópurinn mæli með að þessar aðferðir verði nýttar til að efla lýðræðið. Þetta hlýtur að vekja furðu, vegna þess að hér um að ræða aðferðir til að virkja almenna borgara til að taka ákvarðanir um stefnu hins opinbera. Þá er ekkert rætt um borgaraþing í kaflanum um lýðræði, jafnvel þótt borgaraþing hafi reynst vel til að taka á þeim lýðræðishalla sem er raunin í vestrænum samfélögum. Í lýðræðisumbótum framtíðarinnar eru það aðferðir eins og þessar sem ætti að nýta til að efla lýðræðið, og þess vegna vekur það furðu að starfshópurinn hafi ekki sérstaklega mælt með því að nýta þær.Svolítið um borgaraþing, rökræðukannanir og slembival Borgaraþing er í grundvallaratriðum samkoma þar sem venjulegt fólk -- fulltrúar almennings -- kemur saman til að ræða tiltekið mál með það að markmiði að taka ákvörðun um hvað skuli gera varðandi málið. Þegar málið hefur verið afgreitt er þinginu svo slitið. Borgaraþing var til dæmis sett á stofn í Bresku-Kólumbíu í Kanada árið 2003 til að semja ný kosningalög fyrir fylkið, með góðum árangri: Þingið skilaði af sér góðri tillögu og samstarfið var til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir því að borgaraþingið var kallað saman, var sú að kjörnir fulltrúar almennings – þing fylkisins – hafði svo árum skipti ekki getað komið sér saman um umbætur á kosningalögum fylkisins. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu hljómar kannski eins og stjórnlagaráðið sem starfaði á Íslandi árið 2011, en það er mikilvægur munur hér á: Persónukjör var notað til að skipa fulltrúa stjórnlagaráðsins á Íslandi á meðan í Bresku-Kólumbíu var slembivalið inn á þingið. Munurinn er sá að á Íslandi röðuðust inn í stjórnlagaráðið einstaklingar sem gátu kynnt sig og sín stefnumál vel, og voru í góðri aðstöðu til þess á einn eða annan hátt, á meðan að í Kanada voru valdir fulltrúar af handahófi úr öllum þeim hópi fólks sem hafði náð kosningarétti. Þetta er mikilvægt, vegna þess að slembival er mun líklegra til að beisla fjölbreytni mannlífsins og öll þau viðhorf sem úti í samfélaginu lifa, sem er svo aftur einn af grunnþáttum lýðræðisins. Á Íslandi mætti til dæmis innleiða borgaraþing á þann hátt, að átta prósent kjósenda þyrfti að undirrita yfirlýsingu, til að kallað yrði saman borgaraþing sem myndi ræða tiltekið mál. Nokkuð augljóslega yrði fljótlega kallað til borgaraþings um samningu nýrrar stjórnarskrár, auk þess sem borgaraþing yrði kallað saman til að koma á sanngjarnri hlutdeild almennings af auðlindanotkun sjávarútvegsins. Hafa ber í huga að átta prósent er há tala, en ef markið yrði sett þar, þá þyrfti um tuttugu þúsund undirskriftir til að kalla saman eitt borgaraþing. En það er ekki nóg að kalla saman borgaraþing, það þarf að búa vel að borgaraþingum þegar þau eru haldin. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu heppnaðist vel, vegna þess að vel var að því búið í formi starfsmanna sem hjálpuðu til við að reka það, vegna þess að ráðgjafar komu og hittu borgaraþingið, og vegna þess að þingið starfaði nógu lengi til að geta rætt málin í þaula. Þetta eru alger lykilatriði til að borgaraþing geti lukkast vel. Rökræðukannanir eru áþekk fyrirbæri og borgaraþing, en í þeim felst að slembivalinn hópur fólks er valinn til að ræða um tiltekið málefni, t.d. yfir helgi, en hópurinn hittist ásamt sérfræðingum um málið, og málið er rætt í þaula. Munurinn á þessu og borgaraþingi er að minna af gögnum liggur fyrir og tímaramminn er mun skemmri. Rökræðukannanir hafa sýnt að þátttakendur í þeim eru líklegir til að skipta um skoðun, sem byggist á gögnunum sem þeir fengu í hendurnar og vegna samskipta við sérfræðingana. Varðandi slembival, þá má nota það á fleiri vegu en bara til að skipa fulltrúa á borgaraþing eða í rökræðukannanir, því slembival má meðal annars nýta til að velja fulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélaga, sem og sjálft Alþingi. Til dæmis væri kjörið að þriðjungur þingmanna á Alþingi yrði slembivalinn – það myndi hleypa nýju blóði í þessa stofnun, þar sem hlutirnir hreyfast hægt og gagnsæið er furðu lítið. Fulltrúar almennings myndu án efa taka til hendinni í þingstörfunum og breyta því hvernig þingið starfar. Þá myndu slembivaldir fulltrúar almennings í nefndum og ráðum sveitarfélaga nær örugglega hafa áhrif á forgangsröðun kjörinna fulltrúa í sveitastjórnumHugað að trausti og framtíðinni Hugmyndin um borgaraþing varð ekki til í tómarúmi, heldur var hún þróuð beinlínis vegna þess að lýðræðið er á köflum veikburða og sérlega erfitt getur reynst að taka á vissum vandamálum. Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er dæmi um slíkt vandamál, en hún hefur velkst um meðal ráðherra og þingmanna um sjötíu ára skeið. Annað dæmi eru sjálfsögð velferðarmál, eins og stytting vinnuvikunnar, sem sérhagsmunasamtök stöðva af við hvert tækifæri. Það að valdastofnanir landsins geti ekki tekist á við mál eins og þessi af festu, dregur úr trausti almennings gagnvart þeim, eðlilega. Slembivalin borgaraþing hins vegar geta tekist á við slík vandamál, eins og dæmin bera vott um. Þess vegna ættu slembivalin borgaraþing að teljast sjálfsögð viðbót við umbætur starfshópsins um traust. Alþingi og ráðuneyti landsins þurfa án tafar að innleiða lýðræðisumbætur, eins og slembival og borgaraþing. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun