Nauðgunarmenningin Bjarni Karlsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun