Stafræn innleiðing – er þetta ekki bara UT-mál? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 12:15 Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun