Mætti klukkutíma of snemma en var samt síðastur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 09:00 Martin Hermannsson í leik í frönsku deildinni. Hér er hann með Cedric Heitz sem þjálfaði lið Chalons-Reims. Vísir/Getty Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018 Körfubolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018
Körfubolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum