Mætti klukkutíma of snemma en var samt síðastur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 09:00 Martin Hermannsson í leik í frönsku deildinni. Hér er hann með Cedric Heitz sem þjálfaði lið Chalons-Reims. Vísir/Getty Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018 Körfubolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson er byrjaður á fullu með þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín og honum finnst að metnaðurinn sé meiri þar en hann hefur áður kynnst á körfuboltavellinum. Martin Hermannsson hefur spilað í Frakklandi undanfarin tvö tímabil, fyrst með Etoile de Charleville-Mezieres í B-deildinni og svo með Chalons-Reims í A-deildinni. Martin stóð sig frábærlega bæði tímabilinu og hefur nú tekið enn eitt skrefið upp á við á ferlinum. Nú er hann kominn til áttfaldra Þýskalandsmeistara í Alba Berlin og Martin fór yfir fyrstu kynni sín af félaginu í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. „Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt,“ sagði Martin í viðtalinu.Martin Hermannsson í leik með Chalons-Reims í frönsku A-deildinni í fyrra.Vísir/Getty„Ég taldi mig vera að gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur,“ sagði Martin í fyrrnefndu viðtali. Martin er ekki í Frakklandi lengur svo mikið er víst. „Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því,“ sagði Martin í viðtalinu við Kristján sem má sjá hér. Martin lék sinn fyrsta æfingaleik með Alba Berlín í gærkvöldu og var þá í byrjunarliðinu. Hann skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum í góðum sigri á pólsku meisturunum í Zielona Gora.106:92-Sieg im ersten Testspiel der Saison vs @basket_zg. Sechs Spieler zweistellig:@PeypeySiva3 16pt 8as 5rb Giffey 16pt 4rb Thiemann 16pt 5rb@LCSikma43 15pt 5rb 3as Giedraitis 14pt 4rb@hermannsson15 12pt 5as 2rb pic.twitter.com/bu56hKm9Br — ALBA BERLIN (@albaberlin) August 27, 2018Martin hitti úr 4 af 5 skotum sínum utan af velli en 2 af 4 vítum hans fóru reyndar forgörðum. Hann stal einum bolta og fiskaði líka þrjár villur. Þessi frammistaða kemur ofan á það að Martin fór úr lið á æfingu í síðustu viku eins og kom fram í Morgunblaðinu en KR-ingurinn hristi það af sér og gat spilað leikinn í gær. Kannski var fingurinn að trufla hann aðeins á vítalínunni.Gestern bei @albaberlin: Während Martin @hermannsson15 vermessen wird & wie das restliche Team u.a. Reisestrümpfe für die Saison erhält, sorgen Dennis Clifford @Dcliff_eats und Luke @LCSikma43 für Stimmung beim Produkt-Shooting. Hat echt Spaß gemacht mit Euch! #mitleibundseelepic.twitter.com/eKzGClCsEc — Bauerfeind AG (@bauerfeindag) August 23, 2018
Körfubolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira