Þannig María Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar