Körfubolti

Ástþór Atli með stórleik í sigri Íslands

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/FIBA

Ísland vann sannfærandi sigur nú rétt í þessu á Ungverjalandi í þriðja leiknum sínum í B-deild Evrópumóts 16 ára og yngri.
 
Í gær tapaði liðið fyrir Pólverjum en frammistaðan í dag var mikið betri. Ástþór Atli Svalason átti stórleik í liði Íslands en hann skoraði 31 stig. Næst stigahæsti leikmaður Íslands var Friðrik Anton Jónsson með ellefu stig.
 
Það voru þó Ungverjar sem byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta en eftir það náði Ísland yfirhöndinni og vann að lokum sigur 74-63.
 
Næsti leikur Íslands er gegn Búlgaríu á mánudaginn.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.